Joana Sanz hefur vakið mikla athygli en þessi spænska fyrirsæta sækir nú um skilnað frá Dani Alves, er kauði í fangelsi og er grunaður um kynferðisbrot
Dani Alves situr nú í fangelsi grunaður um kynferðisofbeldi gegn konu á skemmtistað. Rannsókn á málinu stendur yfir en brot Alves er sagt hafa átt sér stað á skemmtistað í Barcelona en Alves lék um árabil með knattspyrnufélagi borgarinnar.
Meint brot Alves á að hafa átt sér undir lok síðasta árs en beiðni hans um að ganga laus gegn trygginu hefur verið hafnað.
Sanz sækir um skilnað og hefur ekki áhuga á að vera með Alves áfram.
Hún birti svo mynd af sér í gær þar sem hún er að kyssa aðra konu af nokkur ástríðu og skrifar. „Til hamingju með afmælið, ég elska þig. Takk fyrir að lyfta mér upp og gefa mér lífskraft á nýjan leik,“ skrifar Joana um vinkonu sína.
Hinn 39 ára gamli Alves hefur beðið um að fá að koma með nýja yfirlýsingu vegna málsins og fær hann að koma fyrir rétt í næstu viku. Hann ætlar að skýra nánar frá sinni hlið kvöldið sem meint brot átti sér stað og breyta fyrrum lýsingu sinni að einhverju leyti.
Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Alves gerir það. Upphaflega sagði kappinn að hann hafi aldrei hitt þá 23 ára gömlu konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Hann breytti þeirri frásögn svo í að hann hafi stundað kynlíf með henni með samþykki.
Alves sagði að hann hafi ekki sagt satt til að byrja með þar sem hann var ekki tilbúinn að viðurkenna fyrir eiginkonu sinni, Joönu Sanz, að hann hafi haldið framhjá.