Olivier Giroud verður hjá AC Milan í allavega eitt tímabil til viðbótar eftir að hafa framlengt samning sinn í dag.
Hinn 36 ára gamli Giroud var hetja Milan í gær og skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Napoli í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Milan vann einvígið samanlagt 2-1 og fer því í undanúrslit. Giroud hafði klikkað á víti fyrr í leiknum í gær.
Frakkinn gerði garðinn frægan með ensku stórliðunum Arsenal og Chelsea áður en hann hélt til Mílanó, þar sem hann hefur áfram heillað.
Samningur hans átti að renna út í sumar en hann hefur nú verið framlengdur.
Official Statement: @_OlivierGiroud_ ➡ https://t.co/HA1zJQodng
Comunicato Ufficiale: Olivier Giroud ➡ https://t.co/t4E2Quogmc
#SempreMilan pic.twitter.com/8ImjfFiQzN— AC Milan (@acmilan) April 19, 2023