Erik ten Hag stjóri Manchester Untied tekur Marcus Rashford með til Spánar fyrir seinni leikinn gegn Sevilla í Evrópudeildinni.
Rashford hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en virðist klár í slaginn. Fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.
Marcel Sabitzet sem var meiddur um helgina gegn Nottingham Forest hefur náð heilsu og ferðast með.
Þá eru Luke Shaw og Tyrrel Malacia báðir heilir heilsu en báðir voru meiddir um helgina og ferðast með.
Hópur United sem fer til Spánar:
De Gea, Butland, Vitek – Lindelof, Maguire, Shaw, Malacia, Wan-Bissaka, Dalot – Casemiro, Eriksen, Sabitzer, Fred, Iqbal – Antony, Elanga, Pellistri, Rashford, Sancho, Martial, Weghorst.