Það vakti verulega athygli á dögunum þegar Cristiano Ronaldo birt af sér mynd í gufubaði, þar sást að kappinn naglalakkar á sér tærnar.
Margir veltu því fyrir sér hvers vegna Ronaldo velur að naglalakka á sér táneglurnar.
Nú hefur hins vegar sérfræðingur útskýrt málið og segir að þetta sé þekkt aðferð á meðal íþróttamanna.
„Margir bestu íþróttamenn í gera þetta til að vernda neglurnar sínar fá bakteríum og sveppasýkingum. Þeir eru í skóm og svitna mikið. Mike Tyson gerði þetta alltaf,“ segir sérfræðingurinn.
Ronaldo flutti til Sádí Arabíu í upphafi árs og er launahæsti íþróttamaður í heimi, spilar hann fyrir Al-Nassr þar í landi.