Það er ljóst hvernig undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu líta út eftir kvöldið.
Manchester City sló þá Bayern Munchen út á meðan Inter henti Benfica úr leik.
Í gær vann Real Madrid svo Chelsea og AC Milan vann Napoli.
Í undanúrslitunum mætir Real Madrid Manchester City. Fyrri leikurinn verður í Madríd.
Þá mætast AC Milan og Inter. Bæði lið leika auðvitað á San Siro.
Fyrri leikirnir fara fram 9. og 10. maí og seinni leikirnir 16. og 17. maí.
Undanúrslit Meistaradeildarinnar
Real Madrid – Manchester City
AC Milan – Inter