Stjarnan og ÍBV mættust í kvöld í eina Bestu deildarslag 32-liða úrslita Mjólkurbikars karla. Leikið var í Garðabæ.
Nýr landsliðsþjálfari, Age Hareie, var mættur á leikinn en hann fékk ekki að sjá neitt mark í venjulegum leiktíma í dag.
Það var því gripið til framlengingar.
Þar fékk Bjarki Björn Gunnarsson í liði ÍBV sitt annað gula spjald snemma og gestirnir því manni færri.
Spjadið fékk Bjarki fyrir að stöðva skyndisókn, en atvikið er hér neðar.
Stjarnan var í kjölfarið mun líklegri aðilinn til að skora sigurmarkið og af því varð seint í framlengingunni.
Þar var að verki Sindri Þór Ingimarsson með skalla.
Lokatölur 1-0 fyrir Stjörnuna sem fer í 16-liða úrslit.
Seinni hálfleikur framlengingar er fram undan í Garðabæ. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald í fyrri hálfleik framlengingar. pic.twitter.com/Ry6semZd3t
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023