Fyrirsætan, Cindy Kimberly og knattspyrnumaðurinn Dele Alli njóta lífsins þessa dagana í Bandaríkjunum en kappinn er meiddur.
Dele er í eigu Everton en var lánaður til Besiktas í Tyrklandi á þessu tímabili, þar eins og annars staðar undanfarin ár gengu hlutirnir ekki upp fyrir Dele.
Dele snýr aftur til Everton í sumar en litlar líkur eru taldar á að enska félagið vilji halda honum.
Dele og Kimberly er nú stödd í Kaliforníu þar sem Cindy hefur vakið mikla athygli, frelsaði hún meðal annars geirvörtuna við fjölfarin veg og vakti mikla athygli.
Ensk blöð fjalla um málið en Dele og Cindy hafa verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði.