Julian Nagelsmann er samkvæmt enskum blöðum efstur á blaði Chelsea til að taka við sem framtíðar stjóri félagsins í sumar.
Chelsea hefur fundað með Nagelsmann en einnig með Luis Enrique fyrrum þjálfara Spánar.
Chelsea ákvað að reka Graham Potter á dögunum og var Frank Lampard ráðinn til að stýra liðinu út tímabilið, hefur Lampard tapað fjórum fyrstu leikjunum í starfi.
Nagelsmann var rekinn frá Bayern á dögunum en brottrekstur hans kom nokkuð óvænt.
Nagelsmann fundaði með eigendum Chelsea og samkvæmt enskum blöðum heillaði hann þá mikið, vill félagið nú reyna að keyra á það að ráða hinn þýska stjóra til starfa.