Tveimur leikjum var að ljúka í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Valur lenti í tómu basli með RB úr 5. deildinni.
Hilmar Starri Hilmarsson kom þeim yfir á 20. mínútu en nokkrum mínútum síðar jafnaði Alexis Alexandrenne fyrir RB.
Þorsteinn Emil Jónsson sá til þess að Valur leiddi 2-1 í hálfleik, en hann skoraði undir lok fyrri hálfleiks.
Það var ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins sem Valur gulltryggði sigurinn. Haukur Páll Sigurðsson skoraði þriðja mark þeirra og Lúkas Logi Heimisson innsiglaði 4-1 sigur.
Þróttur R. vann þá óvæntan útisigur á Fram.
Emil Skúli Einarsson kom gestunum yfir snemma leiks en Orri Sigurjónsson jafnaði skömmu síðar.
Emil var aftur á ferðinni með mark eftir hálftíma leik og skömmu fyrir leikhlé kom Izaro Sanchez Þrótturum í 1-3.
Thiago Fernandes minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleik en nær komust Framarar ekki. Lokatölur 2-3 og Þróttur fer í undanúrslit.