Margir leikmenn Chelsea munu taka á sig mikla launalækkun á næsta tímabili eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.
Liðið datt úr leik í gær af hendi Real Madrid í 8-liða úrslitum. Þetta var síðasti séns Chelsea til að ná í Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð vegna afar slæmrar stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Þar hefur Chelsea verið í tómu rugli á leiktíðinni og er í ellefta sæti.
Leikmenn sem skrifuðu undir samning á undanförnu ári munu þurfa að taka á sig 30% launalækkun, en nýi eigandinn Todd Boehly kom þessu á eftir að hafa keypt Chelsea fyrir um ári síðan.
Alls munu laun 19 leikmanna Chelsea lækka um 30%. Tólf af þeim eru nýir leikmenn sem komu í félagaskiptaglugganum í janúar eða síðasta sumar.