Paris Saint-Germain setur stefnuna á það í sumar að reyna að krækja í Harry Kane framherja Tottenham. Le Parisien segir frá.
Þar er talað um plan PSG í sumar að byggja upp lið í kringum Kylian Mbappe en planið undanfarin ár hefur ekki gengið upp.
Búist er við því að Lionel Messi yfirgefi París í sumar þegar samningur hans er á enda. Óvissa er í kringum Neymar.
PSG telur að Kane muni henta vel með hinum hraða og krafta mikla, Kylian Mbappe.
Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham í sumar og það gæti opnað fyrir það að Tottenham selji hann til að eiga ekki á hættu að missa hann frítt.
Segir Le Parisien í umfjöllun sinni að Kane sé efstur á óskalista Parísar liðsins í sumar.