Julian Nagelsmann hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Chelsea. Nýtt athæfi kærustu hans ýtir undir þá orðróma.
Graham Potter var nýlega rekinn frá Chelsea og er Frank Lampard tekinn við, þó aðeins til bráðabirgða út þessa leiktíð.
Félagið leitar því enn að knattspyrnustjóra til að leiða liðið inn í næsta tímabil.
Þar er Nagelsmann á blaði. Hann var rekinn frá Bayern Munchen nýlega.
Nú segir enska götublaðið The Sun frá því að kærasta Nagelsmann, Lena Wurzenberger, hafi frestað því að byrja í nýrri vinnu. Fyrrum fjölmiðlakonan átti að mæta til starfa hjá bifreiðaframleiðandanum BMW þann 1. apríl en hefur slegið því á frest.
Þykir þetta ýta undir þá orðróma að Nagelsmann gæti tekið við Chelsea.
Vill The Sun meina að hún hafi frestað fyrsta degi í nýju starfi vegna óvissu með framtíð Nagelsmann.