Marcus Rashford hefur hafið æfingar með Manchester United á nýjan leik en kappinn hefur misst af síðustu tveimur leikjum United.
United ferðast til Spánar síðar í dag fyrir seinni leikinn gegn Sevilla í Evrópudeildinin.
Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Rashford gæti tekið þátt í leiknum á morgun, óvíst er hvort hann geti verið með frá byrjun.
Þá er Luke Shaw byrjaður að æfa aftur eftir nokkra fjarveru og gæti verið með.
Marcel Sabitzer sem meiddist í upphitun gegn Nottingham Forest á sunnudag var einnig með á æfingu en hann skoraði bæði mörk United í fyrri leiknu.
Marcus Rashford is back in Man United training ahead of their crucial Europa League second leg match against Sevilla 👀 pic.twitter.com/ea9olV0qQ1
— ESPN UK (@ESPNUK) April 19, 2023