Erling Haaland framherji Manchester City hefur fengið boð frá félaginu um nýjan samning þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Athletic og fleiri miðlar segja frá.
Ástæðan er sú að City vill losna við klásúlu sem er í samningi sem gerir honum kleift að fara sumarið 2024.
Þá getur Haaland farið frá City fyrir 150 milljónir punda en City vill sem fyrst losna við þá klásúlu.
Sagt er í enskum blöðum að City vilji bjóða Haaland 850 þúsund pund á viku sem myndi gera hann að lang launahæsta leikmanni deildarinnar. Um er að ræða 144 milljónir íslenskar á viku.
Haaland er með um 400 þúsund pund í föst laun í dag en góða bónusa sem gera hann að einum launahæsta leikmanni í heimi.
Haaland hefur leikið sér að ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og raðað inn mörkum fyrir ensku meistarana.