Age Hareide nýr landsliðsþjálfari Íslands hefur ekki áhyggjur af því að Ísland eigi ekki neinn leikmenn sem spilar af ráði í fimm bestu deildum Evrópu.
Fyrir nokkrum árum átti Ísland nokkra fulltrúa í bestu deildum Evrópu en þeim hefur fækkað.
Á næstu leiktíð er ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson verður í ensku úrvalsdeildinni með Burnley og líkur eru á að Albert Guðmundsson verði með Genoa í efstu deild á Ítalíu.
Hareidi hefur svo trú á því að Hákon Arnar Haraldsson leikmaður FCK og Arnór Sigurðsson leikmaður CSKA Moskvu taki skrefið í bestu deildirnar á næstu árum. Arnór er í láni hjá Norkköping í Svíþjóð og hefur blómstrað þar.
Hareide ræddi málið í viðtali sem sjá má hér að neðan.