Age Hareide nýr landsliðsþjálfari hefur boðað það að Gylfi Þór Sigurðsson snúi aftur í landsliðið kjósi hann að spila fótbolta á nýjan leik.
Þetta kom fram á fréttamannafundi Age í gær þar sem hann var kynntur sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta.
Age var spurður nánar út í málið í kvöldfréttum RÚV þar sem hann sagði frá því að hann hefði ekki rætt við Gylfa Þór á síðustu dögum en aðilar frá KSÍ hefðu gert.
„Ég hef ekki rætt við hann sjálfur en Knattspyrnusambandið hefur verið í sambandi við hann,“ sagði Age en Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ boðaði það fyrir helgi að heyra í Gylfa.
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en rannsókn lögreglu á máli hans lauk fyrir helgi með þeirri niðurstöðu að málið var fellt niður.
„Við þurfum að leyfa honum að vera í friði,“ sagði Age einnig en Gylfi var í farbanni frá Bretlandi allan þann tíma sem málið var í rannsókn.
Nánara viðtal við Age er hér að neðan.