Foreldrar reiða fram stórar upphæðir svo að börnin sín geti leitt leikmenn út á völlinn í leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert lið rukkar meira en Aston Villa.
Það kostar foreldra um 80 þúsund krónur fyrir börnin að leiða leikmenn Aston Villa út á völlinn á heimaleiki á Villa Park.
Fjöldi liða gefur börnunum þó þessa upplifun frítt, þar á meðal eru öll stærstu lið Englands. Minni félög líta á þetta sem tekjulind.
Nottingham Forest hefur ekki viljað gefa upp hvað félagið rukkar en sögur eru á kreiki um að það sé dýrasti staðurinn fyrir börn að leiða stjörnur fótboltans inn á völlinn.
Verðlistann má sjá hér að neðan í pundum en Daily Mail segir frá.