Tom Cleverley fyrrum miðjumaður Manchester United hefur lækkað verð á húsi sínu um 60 milljónir króna en það hefur gengið illa að selja það.
Húsið er staðsett í Hale Barnes sem er úthverfi Manchester en flestir leikmenn félaganna í kring búa þar. Má nefna leikmenn United, City, Liverpool, Everton og fleiri liða.
Cleverly og eiginkona ásamt fjórum börnum hafa verið búsett annars staðar um langt skeið en Cleverley spilar fyrir Watford.
Cleverley setti húsið á sölu til að byrja með fyrir 650 milljónir króna en hefur nú lækkað verðið um 60 milljónir í von um að einhver bíti á agnið.
Í húsinu er líkamsrækt, sundlaug og endlaust af herbergjum þar sem vel ætti að fara um alla.