Liverpool valtaði yfir Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Stjóri liðsins, Jurgen Klopp, var í stuði á hliðarlínunni.
Cody Gakpo kom Liverpool í 1-0 áður en Mo Salah kom Liverpool í 2-0. Með markinu hafði Salah skorað 106 mörk með vinstri fæti í ensku deildinni, sem er met.
Luis Sinisterra kom gestunum inn í leikinn í upphafi fyrri hálfleik en Ibrahima Konate gerði þá far slæm mistök í vörninni.
Stuðningsmenn Leeds fengu von en hún lifði ekki lengi því Diogo Jota kom Liverpool í 3-1 og skömmu síðar skoraði Mo Salah sitt annað mark.
Diogo Jota bætti svo við fimmta markinu en hann hafði ekki skorað í eitt ár í ensku úrvalsdeildinni fyrir kvöldið. Darwin Nunez sem kom inn sem varamaður bætti við sjötta markinu og innsiglaði frábæran sigur Liverpool.
Það var í blálok leiksins sem Jurgen Klopp var ansi heillaður af pressu sinna manna þrátt fyrir að vera að rústa leiknum.
Vakti þetta mikla lukku og hefur myndband af þessu verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Myndbandið er hér að neðan.
"Oh my god!" 😍
Jurgen Klopp's reaction to his Liverpool side showing desire to win the ball back in 92nd minute 🤣 pic.twitter.com/VVGfL8og5x
— Football Daily (@footballdaily) April 17, 2023