Myndband af leikmönnum Arsenal árita treyju ungrar stúlku fyrir leik liðsins gegn West Ham um helgina hefur verið á milli tannanna á fólki.
Stúlkan unga er stuðningsmaður Arsenal og fékk þann heiður að leiða leikmenn inn á völlinn gegn West Ham um helgina. Því fylgir að fá að hitta leikmenn og þess háttar.
Hún stóð með treyju og fékk áritun frá öllum leikmönnum fyrir leik. Það sem vekur þó athygli að fáir sem enginn af þeim virðist gefa henni nokkurn gaum.
Leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir þetta af mörgum.
„Ég legg til að Arsenal fái stelpuna og fjölskyldu hennar aftur á völlinn svo leikmenn geti fengið annað tækifæri á að vera almennilegar manneskjur. Það þyrftu vissulega að þjálfa þá í því en kannski myndu þeir þá læra það,“ sagði sjónvarpsmaðurinn sjónvarpsmaðurinn Nick Knowles til að mynda um málið.
Aðrir tóku upp hanskann fyrir leikmenn Arsenal. Einhverjir bentu á að þegar þú fáir að leiða inn á völlinn hittir þú leikmenn einnig í fleiri skipti í kringum leikinn og því gætu þeir hafa talað við hana þar.
Þeim röddum til stuðnings hefur nú nýtt myndband verið birt þar sem má sjá Martin Ödegaard, fyrirliða Arsenal, tala við stúlkuna fyrir leik.
Þetta má sjá hér að neðan.
pic.twitter.com/z2IYtFFs68 https://t.co/cFvciwN6Om
— Rory Talks Football (@Rory_Talks_Ball) April 18, 2023