Jóhannes Karl Guðjónsson verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Þetta staðfestir Åge Hareide, nýr landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í Laugardal. Um fyrsta fund hans frá því hann var kynntur til leiks fyrir helgi er að ræða.
Arnar Þór Viðarsson var látinn fara nýlega sem landsliðsþjálfari og var Jóhannes Karl aðstoðarmaður hans.
Nú er ljóst að svo verður áfram.
Hareide ræddi við Jóhannes Karl og heillaðist af hugmyndum hans.
Norðmaðurinn tilkynnti jafnframt að hann hyggðist styrkja njósnateymi sitt en annars standi teymið á bak við landsliðið óbreytt í bili.