Bayern Munchen mun ekki hlusta á tilboð í Ryan Gravenberch í sumar þrátt fyrir áhuga annar félaga.
Gravenberch er tvítugur miðjumaður sem er á mála hjá Bayern Munchen. Hann gekk í raðir félagsins eftir að hafa heillað mikið hjá Ajax í heimalandinu en hefur ekki fylgt því eftir í Þýskalandi.
Liverpool hefur mikinn áhuga á leikmanninum og er til í að borga 20 milljónir punda fyrir hann. Þá hefur Arsenal einnig áhuga.
Samkvæmt nýjustu fréttum eru þó engar líkur á að hann verði seldur.
Gravenberch er sagður í framtíðarplönum Thomas Tuchel og Bayern Munchen.
Liverpool þarf því að horfa annað í leit að styrkingu á miðsvæði sitt.
News @RGravenberch: Yes, he’s unhappy with his situation and Arsenal and Liverpool are in. But the player is definitely NOT for sale in summer – for the bosses and for Tuchel confirmed again. They all believe in him. Bayern won’t listen to offers. @SkySportDE 🇳🇱 pic.twitter.com/yGDu2hjzlc
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 17, 2023