Rodrygo var maðurinn sem gekk frá Chelsea þegar Real Madrid heimsótti Brúnna í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Real Madrid var í góðri stöðu eftir fyrri leikinn á Spáni sem Real Madrid vann 2-0.
Chelsea átti góða spretti í fyrri hálfleik en Thibaut Courtois markvörður Real og fyrrum leikmaður Chelsea var í ham.
Í síðari hálfleik var komið að Rodrygo sem skoraði bæði mörk liðsins í seinni hálfleik og tryggði samanlagðan 4-0 sigur. Real Madrid mætir að öllum líkindum Manchester City í undanúrslitum.
Í hinum leik kvöldsins vann AC Milan 0-1 sigur á Napoli þar sem Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins en hann hafði skömmu áður klikkað á vítapsyrnu. Samanlagt vann AC Milan 1-2 sigur en Napoli er með mikla yfirburði í deildinni á Ítalíu.
Khvicha Kvaratskhelia klikkaði á vítaspyrnu seint í leiknum áður en Victor Osimhen lagaði stöðuna fyrir Napoli En líklegast er að AC Milan mæti grönnum sínum í Inter í undanúrslitum en liðið mætir Porto í seinni leiknum á morgun.