Fyrirsætan Cindy Kimberly skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið með myndbirtingu á samfélagsmiðlum.
Kimberly er kærasta knattspyrnumannsins Dele Alli. Hann er á mála hjá Besiktas á láni frá Everton en er hins vegar frá út tímabilið vegna meiðsla.
Everton lánaði Alli til Tyrklands eftir aðeins nokkra mánuði hjá sér en hann var eitt sin vonarstjarna enska fótbotlans.
Alli varð ungur að árum að stjörnu hjá Tottenham en gengi hans innan vallar hefur ekki verið gott og utan vallar hefur mikið gengið á.
Á dögunum birtust til að mynda myndir af Alli taka hippakrakk. Um er að ræða nituroxíð sem sett er í blöðru og það síðan tekið inn. Oft er þetta nefnt sem hláturgas.
Kimberly er hins vegar stödd í Kaliforníu. Þar tók hún myndir af sér við veg nokkurn og birti á samfélagsmiðla. Á einni þeirra var hún ber að ofan.
Myndirnar eru hér að neðan.