Nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, Åge Hareide, situr fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ nú klukkan 13:15.
Fyrir helgi var staðfest að Hareide yrði nýr landsliðsþjálfari. Um er að ræða reynslumikinn þjálfara sem hefur áður verið með lið Noregs og Danmerkur.
Þá hefur Norðmaðurinn náð frábærum árangir með félagslið í Skandinavíu.
Horfðu á fundinn hér að neðan.