Everton spilaði æfingaleik fyrir luktum dyrum í dag geng utandeildarliðinu, Chester. Enska úrvalsdeildarfélagið tapaði leiknum.
Leikurinn var settur upp til að reyna að koma Dominic Calvert-Lewin í gang eftir meiðsli.
Enska liðið sem hefur verið í tómu klandri tapaði hins vegar leiknum sem er ansi slæmt fyrir.
Yerry Mina, Conor Coady, Nathan Patterson, Tom Davies, Ellis Simms, Mason Holgate og Abdoulaye Doucoure léku allir í leiknum.
Sean Dyche reynir að bjarga Everton frá falli en liðið tapaði gegn Fulham á heimavelli á laugardag.