Dele Alli gæti afar óvænt snúið aftur til Besiktas á næstu leiktíð.
Englendingurinn var þar á láni frá Everton á þessari leiktíð en verður frá fram á sumar eftir að hafa farið í aðgerð á mjöðm. Hann hefur því snúið aftur til Everton.
Everton lánaði Alli til Tyrklands eftir aðeins nokkra mánuði hjá sér en hann var eitt sin vonarstjarna enska fótbotlans.
Alli varð ungur að árum að stjörnu hjá Tottenham en gengi hans innan vallar hefur ekki verið gott og utan vallar hefur mikið gengið á.
Þó svo að Alli eigi ár eftir af samningi sínum við Everton gæti farið svo að félagið sé til í að losa sig við hann frítt. Ef af því verður er Besiktas opið fyrir því að fá hann.
Alli hefur verið í vandræðum utan vallar, en á dögunum birtust til að mynda myndir af honum taka hippakrakk. Um er að ræða nituroxíð sem sett er í blöðru og það síðan tekið inn. Oft er þetta nefnt sem hláturgas.