Chelsea hefur náð samkomulagi um kaup á ungum Ekvadora, Kendry Paez.
Sky Sports segir frá þessu.
Paez er aðeins 15 ára gamall. Hann er á mála hjá Independiente del Valle í heimalandinu.
Miðjumaðurinn gæti endað á að kosta Chelsea um 20 milljónir evra.
Paez verður áfram hjá Independiente del Valle þar til um sumarið 2025. Þá verður hann 18 ára gamall og gengur í raðir Chelsea.
Þrátt fyrir ungan aldur er Paez þegar U17 ára landsliðsmaður í Ekvador.