Opinberað hefur verið hvaða leikmenn eiga möguleika á því að komast í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. Þar er margt áhugavert.
David de Gea markvörður Manchester United sem hefur haldið manna oftast hreinu í deildinni í ár kemur ekki til greina.
Þrír varnarmenn Arsenal eru tilnefndir en Manchester United og Newcastle á tvo fulltrúa þar.
Sjö leikmenn í heildina úr liði Arsenal eru tilnefndir en liðið er á toppnum í deildinni en Manchester City á sex fulltrúa.
Hér að neðan eru þeir sem koma til greina.