Amad Diallo hefur heillað með Sunderland á þessari leiktíð, en þar er hann á láni frá Manchester United.
Kantmaðurinn tvítugi gekk í raðir United frá Atalanta í janúar 2021 en tókst ekki að vinna sér inn sæti í aðalliðinu.
Diallo eyddi seinni hluta síðustu leiktíðar á láni hjá Rangers og hefur svo verið hjá Sunderland í B-deildinni á þessari.
Þar hefur gengið vel og er Diallo kominn með tólf mörk. Sunderland er í baráttu um umspilssæti.
Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News sér Erik ten Hag, stjóri United, not fyrir Diallo á næstu leiktíð.
Það er því talið að Diallo verði í leikmannahópi United í upphafi næstu leiktíðar.