Enska úrvalsdeildarfélagið, Everton telur sig eiga inni 10 milljónir punda í bætur vegna málefnis Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Þetta kemur fram í ársreikningi Everton sem birtur var á dögunum en Morgunblaðið fjallar fyrst um málið.
Eins og flestum ætti að vera kunnugt var mál Gylfa Þórs Sigurðssonar fellt niður fyrir helgi, hafði Gylfi í tæplega tvö ár verið undir rannsókn lögreglu.
Everton setti Gylfa í bann um leið og hann var handtekinn, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Var það ákvörðun enska félagsins að spila ekki Gylfa á meðan rannsókn fór fram.
Samningur Gylfa við Everton rann út sumarið 2022 en hann var laus gegn tryggingu á meðan málið var til rannsóknar. Saksóknari taldi engar líkur á sakfellingu og felldi málið málið niður.
Everton telur sig eiga rétt á 1,7 milljarði í skaðabætur vegna málsins en hver þær bætur skal sækja kemur ekki fram, tekið er þó fram að það sé hjá þriðja aðila. Vitað er að Gylfi var með um 900 milljónir í árslaun hjá Everton.
Bútinn úr ársreikningi Everton má sjá hér að neðan.