Einhverjir kölluðu eftir því að Aron Jóhannsson fengi rautt spjald í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gær.
Liðin mættust í annari umferð deildarinnar í gær og höfðu gestirnir frá Kópavogi betur. Niðurstaðan 0-2.
Úrslit gærdagsins þýða að bæði Valur og Breiðablik eru með 3 stig eftir fyrstu tvo leiki sína í deildinni.
Aron virtist slá til Patrik Johannesen í leiknum, en sá síðarnefndi lét sig falla með tilþrifum.
Patrik birti myndband af atvikinu á Twitter og skrifaði: „Það verða mörg olnbogaskot í ár ef þetta er bara gult spjald.“
There will be a lot of elbows this year! If it only is a yellow card 👊🏻😂 pic.twitter.com/poY52PA34y
— Patrik Johannesen (@Johannesen77) April 17, 2023
Arnar Laufdal, fréttamaður á Fótbolta.net, hafði áður tjáð sig um atvikið.
„Burt séð frá því þetta sé Aron Jó gegn Blikum, alveg sama hver gerir svona í fótbolta er þetta ekki auto rautt spjald?“ spurði hann á Twitter.