Sadio Mane fékk sekt og eins leiks bann frá Bayern Munchen fyrir athæfi sitt eftir Meistaradeildarleik á dögunum.
Senegalanum lenti saman við liðsfélaga sinn Leroy Sane í slæmu 3-0 tapi gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Þeir rifust í leiknum sjálfum og hélt það áfram inni í klefa eftir leik. Mane sló að lokum til Sane áður en liðsfélagar skárust í leikinn.
Áður hafði ekki komið fram hversu háa sekt Mane fékk en Sky í Þýskalandi segir hana vera 300 þúsund evrur, eða um 45 milljónir íslenskra króna.
Mane tók bannið út um helgina.
Seinni leikur Bayern Munchen og City fer fram á miðvikudag og þar er heldur betur á brattann að sækja fyrir þýska liðið.