Ofurtölvan geðþekka telur að Manchester City verði enskur meistari, er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem City er fyrir ofan Arsenal í spánni.
Arsenal hefur tvær helgar í röð misstigið sig og misst niður tveggja marka forystu og gert jafntefli.
Arsenal er þó með fjögurra stiga forskot á City en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða og Arsenal á eftir að heimsækja City.
Þá telur Ofurtölvan að Manchester United taki þriðja sætið en bæði Newcastle og Tottenham töpuðu stigum um helgina sem vænkar hag Erik Ten Hag.
Ofurtölvan telur að Everton, Nottingham Forest og Southampton falli úr deildinni.