Brasilíska knattspyrnusambandið leitar enn að þjálfara fyrir karlalandslið sitt. Nokkur stór nöfn eru á blaði.
Carlo Ancelotti hjá Real Madrid er efstur á óskalista sambandsins. Talið er að hann losni frá spænska liðinu ef það verður ekki Evrópumeistari í vor.
Fari svo að Ancelotti verði áfram hjá Real Madrid hefur brasilíska sambandið sett saman lista yfir menn sem gætu tekið við ef ekki tekst að ráða Ancelotti.
Þar má nefna Jorge Jesus hjá Fenerbahce, Fernandro Diniz hjá Flumiense, Abel Ferreira hjá Palmeiras og sjálfan Jose Mourinho.
Mourinho er í dag við stjórnvölinn hjá Roma en eins og allir vita er hann raðsigurvegari með mörgum af stærstu liðum Evrópu. Portúgalinn væri því vænlegur kostur fyrir Brasilíu.
Sem fyrr segir er Ancelotti þó efstur á blaði. Þó svo að hann sé talinn áhugasamur um starfið hefur hann ekki vilja ræða við brasilíska sambandið þar sem Real Madrid er á afar mikilvægum stað á tímabili sínu.