Liverpool hefur rætt við umboðsmann og faðir Ryan Gravenberch með það fyrir augum að krækja í leikmanninn í sumar.
Þetta herma heimildir Sky Sports.
Gravenberch er tvítugur miðjumaður sem er á mála hjá Bayern Munchen. Hann gekk í raðir félagsins eftir að hafa heillað mikið hjá Ajax í heimalandinu en hefur ekki fylgt því eftir í Þýskalandi.
Liverpool vill styrkja miðsvæði sitt, enda kominn tími til. Félagið sér Gravenberch sem kost þar.
Talið er að Liverpool gæti borgað um 20 milljónir punda fyrir Gravenberch.
Finni miðjumaðurinn sitt fyrra form yrði hann án efa mikill liðsstyrkur fyrir Jurgen Klopp og hans menn, sem hafa verið í vandræðum á leiktíðinni.