„Það verður mikið um olnbogaskot þetta árið ef þetta er bara gult spjald,“ skrifar Patrik Johannesen framherji Breiðabliks á Twitter.
Einhverjir kölluðu eftir því að Aron Jóhannsson fengi rautt spjald í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gær.
Liðin mættust í annari umferð deildarinnar í gær og höfðu gestirnir frá Kópavogi betur. Niðurstaðan 0-2.
Aron virtist slá til Patrik Johannesen í leiknum, en sá síðarnefndi lét sig falla með tilþrifum.
Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta gefur lítið fyrir það að reka hafi átt Aron af velli. „Kalla þetta ekki olnbogaskot, meira er þetta lélegur leikþáttur,“ skrifar Sigfús í svari til framherjans.
Undir þetta tekur svo sálfræðingurinn Hafrún Kristjánsdóttir og segir. „Þetta er ekki efni i góðan línumann!,“ skrifar Hafrún.
Atvikið umrædda má sjá hér að neðan.
There will be a lot of elbows this year! If it only is a yellow card 👊🏻😂 pic.twitter.com/poY52PA34y
— Patrik Johannesen (@Johannesen77) April 17, 2023