Einhverjir kölluðu eftir því að Aron Jóhannsson fengi rautt spjald í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gær.
Liðin mættust í annari umferð deildarinnar í gær og höfðu gestirnir frá Kópavogi betur. Niðurstaðan 0-2.
Aron virtist slá til Patrik Johannesen í leiknum, en sá síðarnefndi lét sig falla með tilþrifum.
„Burt séð frá því þetta sé Aron Jó gegn Blikum, alveg sama hver gerir svona í fótbolta er þetta ekki auto rautt spjald?“ spyr Arnar Laufdal Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net og Bliki, á Twitter og birtir myndband af atvikinu.
Nokkrir tóku undir með honum. Dæmi hver fyrir sig. Myndbandið er hér neðar.
Úrslit gærdagsins þýða að bæði Valur og Breiðablik eru með 3 stig eftir fyrstu tvo leiki sína í deildinni.
Burt séð frá því þetta sé Aron Jó gegn Blikum, alveg sama hver gerir svona í fótbolta er þetta ekki auto rautt spjald? pic.twitter.com/lSW09S0Smq
— Arnar Laufdal (@AddiLauf) April 16, 2023