Annie Kilner eiginkona Kyle Walker leikmanns Manchester City hefur fyrirgefið eiginmanni sínum á nýjan leik. Kilner var mætt á leik Manchester City og Leicester um helgina. Kilner og Walker eiga tvö börn saman.
Spjótin hafa staðið að Walker eftir að hann beraði sig á almannafæri á dögunum og kyssti aðrar konur en eiginkonu sína.
Lögreglan er með málið á borði sínu en Walker sem er giftur maður fór með vinum sínum út á lífið á sunnudegi í mars en en um klukkan 19:00 tók hann djásnið út á bar í Manchester og gætti ekki að öryggismyndavél sem náði öllu á mynd.
Walker sást einnig í kringum aðrar konur en hann gæti ætt von á ákæru fyrir að fara út fyrir öll velsæmismörk á almannafæri.
Kilner hefur fyrirgefið ýmsilegt í gegnum tíðina, hún tók aftur við honum eftir framhjáhald árið 2019.
Árið 2020 varð fyrirsætan Lauryn Goodmann ófrísk eftir Walker en Annie fyrirgaf það einnig eftir nokkra mánuði.
Á meðan þau voru í sundur hafði Walker leigt sér íbúð og fékk tvær vændiskonur heim til sín þegar útgöngubann var í Bretlandi vegna COVID-19. Kilner fyrirgefur allt saman og hefur nú tekið Walker í sátt eftir erfiðar vikur, eftir að hann tók lim sinn út á almannafæri.