Filipe Luis, fyrrum leikmaður Chelsea, var illa við Jose Mourinho um tíma er hann spilaði fyrir félagið.
Luis er 37 ára gamall í dag en hann skrifaði undir hjá Chelsea árið 2014 og kom til félagsins frá Atletico Madrid.
Mourinho var á þessum tíma stjóri Chelsea en náði ekki að heilla Luis sem var farinn aftur til Atletico aðeins 12 mánuðum seinna.
Luis taldi Mourinho hafa svikið loforð um sumarið er hann skrifaði undir en Brasilíumaðurinn var á bekknum í fyrsta leik tímabilsins.
,,Þegar ég var á bekknum í fyrsta leik tímabilsins þá bankaði ég á dyrnar hjá Mourinho og spurði hann af hverju hann hefði fengið mig hingað, af hverju gat ég ekki haldið áfram hjá Atletico?“ sagði Luis.
,,Hann sagði við mig að ég væri ekki eins öruggur varnarlega og Cesar Azpilicueta. Á þessum tíma þá fannst mér hann hafa svikið mig.Ég vildi ekki vinna fyrir hann í annað ár.“
,,Þetta var ekki honum að kenna að lokum, við unnum úrslitaleikinn og ég er með medalíuna heima hjá mér,“ bætti Luis við en Chelsea vann deildabikarinn þetta tímabilið.