Ivan Perisic, leikmaður Tottenham, er strax kominn með nóg og ætlar að yfirgefa félagið í sumarglugganum.
TuttoSport fullyrðir þessar fréttir en Perisic kom til Tottenham í sumar frá Inter Milan á Ítalíu.
Króatinn á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham þar sem hann fær víst 170 þúsund pund á viku.
Perisic hefur ekki trú á að ferill hans muni ganga upp hjá Tottenham og vill semja aftur við Inter.
Perisic er 34 ára gamall en hann var fenginn til Tottenham af Antonio Conte en þeir unnu áður saman hjá Inter. Conte var rekinn nýlega sem hefur stór áhrif á ákvörðun Perisic.