Sævar Atli Magnússon skoraði afskaplega mikilvægt mark fyrir lið Lyngby sem spilaði við Horsens í Danmörku í dag.
Sævar skoraði fyrra mark Lyngby sem vann 2-1 heimasigur en liðið er í harðri fallbaráttu.
Í neðri hluta úrslitakeppninnar í Danmörku er Horsens í næst neðsta sæti, sex stigum frá öruggu sæti.
Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins en fjármagn liðsins er töluvert minna en hjá flestum félögum deildarinnar.
Aron Sigurðarson er leikmaður Horsens og kom hann inná sem varamaður í leiknum. Kolbeinn Birgir Finnssonn var einnig í byrjunarliði Lyngby en fór af velli á 63. mínútu.