Victor Osimhen virðist vera ansi ánægður í herbúðum Napoli og er ekki að horfa annað í sumar.
Um er að ræða einn besta framherja heims um þessar mundir en hann hefur skorað 21 mark í Serie A í vetur fyrir topplið Napoli.
Manchester United, Chelsea sem og fleiri félög eru orðuð við Osimhen sem er dáður af stuðningsmönnum Napoli.
Napoli mun að öllum líkindum vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 23 ár en liðið er með örugga forystu á toppnum.
,,Sannleikurinn er sá að það sem er í gangi er ótrúlegt. Ég vona að stuðningsmennirnir séu eins ánægðir og ég,“ sagði Osimhen.
,,Þeir eiga skilið þessa ánægju, þeir eru þeir sem gáfu mér sjálfstraustið til að spila og springa út eins og ég hef gert.“