Chelsea á Englandi er strax búið að framlengja samning miðjumannsins Enzo Fernandez sem kom í janúar.
Blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo fullyrðir þessar fréttir en Chelsea ákvað að virkja klásúlu í samningi leikmannsins.
Fernandez kostaði 106 milljónir punda í janúar og var upphaflega samningsbundinn til 2031 en er nú bundinn til ársins 2032.
Þessi 22 ára gamli leikmaður gerði átta og hálfs árs samning til að byrja með og eftir framlenginguna er hann með lengsta samning í sögu fótboltans.
Það var alltaf möguleiki fyrir Chelsea að framlengja samning Argentínumannsins um eitt ár en félagið ákvað að nota þann möguleika mjög snemma.
Fernandez er eins og áður kom fram 22 ára gamall og er samningsbundinn þar til hann verður 31 árs gamall.