Tottenham, West Ham og Crystal Palace eru öll að horfa til Hollands í leit að nýjum knattspyrnustjóra.
Arne Slot er maðurinn sem er á óskalista liðanna en hann hefur gert frábæra hluti með Feyenoord í Hollandi.
The Times segir frá því að Lundúnarliðin séu öll á eftir Slot sem er 44 ára gamall.
Slot spilar skemmtilegan sóknarbolta sem heillar öll liðin en hann mun að öllum líkindum fagna sigri í hollensku deildinni í sumar.
Hann var áður stjóri AZ Alkmaar í sömu deild en hefur starfað sem stjóri Feyenoord undanfarin tvö ár.
Albert Guðmundsson lék undir stjórn Slot hjá AZ en hann lék með liðinu frá 2018 til 2022.