Jamie Vardy, leikmaður Leicester City, hefur fengið mikla gagnrýni eftir leik liðsins í gær gegn Manchester City.
Man City hafði sannfærandi betur 3-1 í þessum leik en staðan var orðin 3-0 eftir aðeins 25 mínútur.
Leicester lagaði stöðuna í seinni hálfleik en átti í raun aldrei roð í Englandsmeistarana.
Reynsluboltinn Vardy sást hlæja ásamt Erling Haaland í stöðunni 3-0 en sá síðarnefndi gerði tvö mörk í leiknum.
Vardy virtist sætta sig við stöðu leiksins og var ekki illa við að grínast aðeins með Norðmanninum eftir þriðja markið.
Myndir af þessu má sjá hér.