fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Goðsögn Manchester United baunar á fyrirliða félagsins – ,,Þarna vantaði leiðtoga“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. apríl 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Schmeichel, goðsögn Manchester United, var virkilega óánægður með fyrirliða liðsins, Harry Maguire, á fimmtudag.

Man Utd spilaði þá við Sevilla í Evrópudeildinni í leik sem lauk 2-2 og meiddist varnarmaðurinn Lisandro Martinez í seinni hálfleik.

Leikmenn Sevilla sáu um að bera Martinez af velli, eitthvað sem Schmeichel var alls ekki sáttur með.

Schmeichel vildi sjá fyrirliðann bera ábyrgð á sínum liðsfélaga þar sem leikmenn Sevilla voru með eitt í huga; að halda leiknum áfram.

,,Það lítur út fyrir að leikmenn Sevilla séu að vera vinalegir með því að bera hann af velli en það var ekki þannig. Þeir vildu koma honum útaf svo þeir gætu haldið áfram að spila,“ sagði Schmeichel.

,,Leikmenn Man Utd hefðu átt að stöðva þetta, þarna vantar leiðtoga á vellinum. Harry Maguire átti að koma í veg fyrir þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Róbert Orri kominn til Víkings

Róbert Orri kominn til Víkings
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bayern gefst upp í bili

Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Færsla Ronaldo vekur mikla athygli – Talar um þennan sem ‘góðvin’ sinn í dag

Færsla Ronaldo vekur mikla athygli – Talar um þennan sem ‘góðvin’ sinn í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað