West Ham 2 – 2 Arsenal
0-1 Gabriel Jesus(‘7)
0-2 Martin Odegaard(’10)
1-2 Said Behrahma(’33, víti)
2-2 Jarrod Bowen(’55)
Fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Arsenal heimsótti þá West Ham í Lundúnarslag.
Topplið Arsenal byrjaði leikinn virkilega vel og komst í 2-0 með mörkum frá Gabriel Jesus og Martin Odegaard.
West Ham lagaði stöðuna á 33. mínútu er Said Benrahma skoraði örugglega úr vítaspyrnu eftir að Gabriel hafði gerst brotlegur innan teigs.
Arsenal gat svo náð tveggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiks er liðið fékk sína vítaspyrnu og á punktinn fór Bukayo Saka.
Saka hitti hins vegar ekki markið og fór boltinn framhjá, eitthvað sem kostaði sitt að lokum.
Jarrod Bowen jafnaði metin þremur mínútum seinna til að tryggja West Ham stig eftir sendingu frá Thilo Kehrer.
Arsenal er með fjögurra stiga forskot á toppnum en Manchester City er sæti neðar og á leik til góða.