Chelsea varð fyrir miklu áfalli í vikunni en þá kom í ljós að varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly væri að glíima við meiðsli.
Koulibaly átti góðan leik með Chelsea gegn Real Madrid en fór meiddur af velli í 2-0 tapi.
Nú er búið að staðfesta það að Koulibaly verði frá í langan tíma og verður ekki með í seinni leiknum gegn þeim spænsku.
Koulibaly er meiddur aftan í læri og verður ekki með í seinni leiknum en útlit er fyrir að hann verði frá í allavega mánuð.
Chelsea þarf að spila mjög vel í síðari leiknum til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit og er Senegalinn stór hluti af varnarlínu liðsins.