Arnór Sigurðsson átti frábæran leik fyrir Norrkoping í dag sem mætti Varnamo í sænsku úrvalsdeildinni.
Arnór spilaði allan leikinn fyrir Norrkoping og gerði bæði mörk liðsins í 2-1 heimasigri.
Arnór Ingvi Traustason var einnig í byrjunarliði Norrkoping enb var tekinn af velli þegar 68 mínútur voru liðnar.
Andri Lucas Guðjohnsen kom inná sem varamaður hjá sigurliðinu og spilaði síðustu 14 mínúturnar.
Norrkoping er í efsta sæti deildarinnar með sjö stig og taplaust eftir fyrstu þrjá leikina.